Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Heiðarleg og hreinskilin og hefur áhuga á dansi
Laugardagur 13. apríl 2024 kl. 06:01

FS-ingur vikunnar: Heiðarleg og hreinskilin og hefur áhuga á dansi

FS-ingur vikunnar:
Nafn: Birgitta Fanney Bjarnadóttir.
Aldur: 17.
Námsbraut Raunvísindabraut.
Áhugamál: Dans og sofa.

Birgitta Fanney Bjarnadóttir er sautján ára og er úr Njarðvík. Birgitta er á raunvísindabraut í FS og hefur áhuga á dansi og að sofa. Framtíðarplön Birgittu er að mennta sig en óljóst í hverju.

Á hvaða braut ertu? Raunvísindabraut.

Hver er helsti kosturinn við FS? Námsmöguleikarnir og það er þæginlegt að skólinn er hér á Suðurnesjum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Valur Axel, honum er að ganga vel í dansinum og er mjög hæfileikaríkur.

Skemmtileg saga úr FS? Ekki með neina í augnablikinu en nýnemavikan var ekkert eðlilega skemmtileg.

Hver er fyndnastur (fyndust) í skólanum? Halldóra Margrét Húnbogadóttir.

Hver eru helstu áhugamálin þín? Dans og sofa.

Hvað hræðistu mest? Eld og kakkalakka.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Sundress- A$AP Rocky.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er heiðarleg og hreinskilin.

Hver er þinn helsti galli? Ég er mjög auðtrúa.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Tiktok og Instagram.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki og kurteisi.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Mennta mig, veit samt ekki alveg í hverju. Allavega mennta mig í einhverju.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Góðhjörtuð.