JS Campers
JS Campers

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Hjálpsamur og vill geta flogið
Sunnudagur 28. apríl 2024 kl. 06:05

Ungmenni vikunnar: Hjálpsamur og vill geta flogið

Ungmenni vikunnar
Nafn: Patrekur Atlason
Aldur: 15 ára
Bekkur og skóli: 10. bekkur í Njarðvíkurskóla
Áhugamál: Körfubolti

Patrekur Atlason er fimmtán ára  körfuboltamaður í Njarðvík.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Enska.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Patrick Joe verður örugglega atvinnumaður í körfubolta af því að hann er rosalega góður.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Ég fór í vorferð með mínum árgangi í fyrra það var mjög skemmtilegt.

Hver er fyndnastur í skólanum? Jökull.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Like that með Future, Metro boomin og Kendrick Lamar.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Naut og Bearnaise.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? That’s my boy.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Körfubolta, símann minn og veiðistöng.

Hver er þinn helsti kostur? Hugmyndaríkur.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Að geta flogið.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég fer í FS á næsta ári og ég mun halda áfram að spila körfubolta með Njarðvík.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir (hvaða)? Ég spila körfubolta með Njarðvík.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Hjálpsamur.