Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Ákveðinn björgunarsveitarmaður
Sunnudagur 24. mars 2024 kl. 06:05

Ungmenni vikunnar: Ákveðinn björgunarsveitarmaður

Ungmenni vikunnar:
Nafn: Jakob Máni Júlíusson.
Aldur: 15 ára.
Bekkur og skóli: 10. bekkur í Myllubakkaskóla.
Áhugamál: Sund og flug.

Jakob Máni Júlíusson er fimmtán ára nemandi í Myllubakkaskóla. Jakob æfir sund, er í björgunarsveit og stefnir á flugnám. Jakob Máni er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Mér finnst samfélagsfræði skemmtilegust.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Örugglega Jakob, hann er góður á píanó.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Skemmtileg saga úr skólanum: Dettur engin í hug.

Hver er fyndnastur í skólanum? Jóhann er fyndinn.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Á ekki uppáhaldslag.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kjúklingaborgari er bestur.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Deadpool held ég.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Ég myndi taka hníf, vatn og tösku með mér því það er gott að hafa með.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er góður og heiðarlegur.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég myndi velja teleportation.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor hjá fólki.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að fara í flugnám.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Já, ég æfi sund og er í björgunarsveitinni.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Ákveðinn.