Íþróttir

Ungar stjörnur blakdeildar Keflavíkur náðu frábærum árangri á bikarmóti
Framtíðin er björt hjá blakdeild Keflavíkur. Aðsend mynd
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 8. febrúar 2024 kl. 11:47

Ungar stjörnur blakdeildar Keflavíkur náðu frábærum árangri á bikarmóti

Um síðustu helgi kepptu iðkendur kvenna á bikarmóti yngri flokka Blaksambands Íslands á Akureyri. Blakdeild Keflavíkur var tefldi fram tveimur fullskipuðum U16 liðum.

Keppnin var hörð en undirbúningur vetrarins borgaði sig. A-liðið, skipað af reyndari leikmönnum, keppti á móti sterkustu liðum landsins og náði fimmta sæti af tólf liðum. B-liðið, með nýjum og reynsluminni leikmönnum að feta sín fyrstu spor í blaki, hafnaði í ellefta sæti. Það má því segja að framfarir liðsins því verið gríðarlegar en A-liðið hafnaði í neðsta sæti í sínum flokki fyrir ári síðan.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í tilkynningu frá blakdeild Keflavíkur kemur fram að fyrr í mánuðinum hafi hópurinn safnað áheitum til fyrirtækja og einstaklinga og æfði í átta klukkustundir með þjálfara stelpnanna, Guðrúnu Jónu Árnadóttur, í fararbroddi. Æfingin fór fram í Heiðarskóla og var í bland af hefðbundnum æfingum og styrktaræfingum. Stóðu þær sig allar frábærlega vel og er þjálfarinn gífurlega stoltur af þeim. Leikmenn og þjálfari vilja nota tækifærið og þakka öllum styrktaraðilum, sérstaklega fyrirtækjunum Tero ehf. og Júní Digital fyrir veittan stuðning.

Fjöldi iðkenda í blaki hefur aukist milli ára en blakíþróttin hentar bæði ungum sem öldnum. Allir eru velkomnir til að koma og prófa, æfingar eru fyrir alla aldurshópa og Guðrún þjálfari hvetur sérstaklega unga stráka til að mæta. Æfingatafla blaksins má sjá hér https://blak.keflavik.is/almennt/aefingatafla