Íþróttir

Thelma Dís önnur best á landinu
Miðvikudagur 13. desember 2017 kl. 12:34

Thelma Dís önnur best á landinu

- KKÍ valdi bestu leikmenn landsins

Körfuknattleiksfólk ársins 2017 hefur verið valið af Körfuknattleikssambandi Íslands og var Thelma Dís Ágústdóttir, leikmaður Keflavíkur, valin önnur best á landinu. Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir, fyrrum leikmaður Keflavíkur og leikmaður Canisius háskólans í Buffalo í New York, voru einnig tilnefndar.

Þetta segir KKÍ um Thelmu Dís:
„Thelma Dís hefur á skömmum tíma bætt sinn leik mikið og farið frá því að vera einn efnilegasti leikmaður landsins í að vera einn sá besti í íslensku deildinni. Thelma Dís átti frábært tímabil í fyrra með Keflavík, sem vann tvöfalt, bæði Íslands- og bikarmeistaratitla í lok tímabilsins. Þá var hún kosin besti leikmaður Domino’s deildarinnar á lokahófi KKÍ eftir tímabilið. Í ár hefur Thelma Dís leikið mjög vel með félagsliði sínu Keflavík í Domino’s deildinni og Maltbikarnum og er á öllum topplistum yfir helstu tölfræðiþætti deildarinnar, í stigum skoruðum, fráköstum, stoðsendingum og framlagi í leik. Með landsliðinu er Thelma Dís einn af lykileikmönnum liðsins.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og núverandi leikmaður Astana í Kazakhstan, og Jón Axel Guðmundsson, fyrrum leikmaður Grindavíkur og núverandi leikmaður Davidson háskóla, fengu tilnefningu sem besti leikmaður ársins.