Íþróttir

Keflavík tapaði gegn Haukum
Mynd: Karfan.is.
Föstudagur 16. mars 2018 kl. 21:59

Keflavík tapaði gegn Haukum

Keflavík mætti deildarmeisturum Hauka í úrslitakeppni Domino´s-deildar karla í körfu á Ásvöllum í Hafnarfirði en þetta var fyrsti leikur liðanna í úrslitakeppninni. Haukar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn og eftir fyrsta leikhluta var staðan 24-15 fyrir heimamönnum. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 44-31 fyrir Haukum og náðu heimamenn að halda góðu forskoti nánast allan leikinn. Lokatölur voru 83-72 fyrir Haukum.

Haukar leiða einvígið 1-0 eftir fyrsta leik og mætast liðin aftur þann 20. mars kl. 10:15 í TM höllinni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru Daði Lár Jónsson 20 stig, Christian Dion Jones 18 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar, Ágúst Orrason 12 stig og 4 fráköst, Guðmundur Jónsson 8 stig og  Hörður Axel Vilhjálmsson 6 stig og 4 fráköst.

Stigahæstu leikmenn Hauka voru Kári Jónsson 24 stig og 5 fráköst, Emil Barja 14 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 14 stig, Paul Anthony Jones III 11 stig og 5 fráköst, Breki Gylfason 8 stig og 4 fráköst og  Hjálmar Stefánsson 8 stig.