Íþróttir

Glerharðir Grindvíkingar bökuðu bikarmeistarana
Sarah Mortensen stóð fyrir sínu fyrir Grindavík í kvöld.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 27. mars 2024 kl. 22:29

Glerharðir Grindvíkingar bökuðu bikarmeistarana

Grindavík átti ekki í vandræðum með nýbakaða bikarmeistara Keflavíkur þegar liðin mættust í kvöld í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Grindavík vann sannfærandi sautján stiga sigur, 78:61. Fyrr í kvöld hafði Njarðvík tekið á móti Haukum og Njarðvíkingar sýndu Hafnfirðingum litla gestrisni og unnu 84:71.

Grindavík - Keflavík 78:61

Eftir fyrsta leikhluta leiddu bikarmeistararnir með einu stigi (20:21) en það má segja að Grindvíkingar hafi kippt Keflvíkingum niður á jörðina í öðrum leikhluta. Grindavík skoraði 25 stig gegn tíu stigum Keflavíkur og hafði fjórtán stiga forystu í hálfleik (45:31).

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Grindavík jók muninn í þriðja leikhluta til að gera endanlega út um leikinn og hafði að lokum glæsilegan sigur.

Sarah Mortensen var stigahæst Grindvíkinga með 20 stig og Eve Braslis var næst henni með 19, þá var Danielle Rodriguez með 13 stig, Dagný Lísa Davíðsdóttir 10, Alexandra Sverrisdóttir 8, Hulda Björk Ólafsdóttir 6 og Ólöf María Bergvinsdóttir 2.

Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði 16 stig og Daniela Wallen 13 fyrir Keflavík. Eva Pinzan 8 stig, Lovísa Sverrisdóttir 7, Anna Ingunn Svansdóttir 6, Thelma Dís Ágústsdóttir 4, Anna Lára Vignisdóttir 3 og Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2.


Ena Viso var stigahæst í Ljónagryfjunni.

Njarðvík - Haukar 84:71

Njarðvíkingar gengu eiginlega frá leiknum strax í fyrsta leikhluta sem endaði 29:17. Eftir það voru Haukar að elta en njarðvísku ljónynjurnar voru ekki á þeim buxunum að missa mikilvæg stig og sigldu öruggu sigri í höfn.

Ena Viso gerði 22 stig, Selena Lott 19, Andela Strize 15, Isabella Ósk Sigurðardóttir 11, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 10, Kristín Alda Jörgensdóttir 4 og Hulda María Agnarsdóttir 3.