Íþróttir

Baráttuglaðir Keflvíkingar unnu Grindvíkinga
Crion átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík.
Laugardagur 19. janúar 2019 kl. 11:24

Baráttuglaðir Keflvíkingar unnu Grindvíkinga

Keflvíkingar unnu sinn fyrsta sigur á nýju ári þegar þeir lögðu Grindvíkinga í Domino’s deildinni í körfubolta í Blue höllinni í gærkvöldi. Lokatölur 88-77. Þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga eftir þrjú töp í röð.
Grindvíkingar leiddu í hálfleik með fjórum stigum og náðu mest 11 stiga forskoti. Keflvíkingar settu hins vegar í fimmta gír í þriðja leikhluta og allan seinni hálfleikinn og völtuðu yfir Grindvíkinga. Að lokum munaði 11 stigum og öruggur sigur heimamanna sem sýndu miklu meiri baráttu í fráköstum og öllum aðgerðum. Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga var afar ósáttur með baráttuleysi sinna manna. Michael Crion átti stórleik hjá Keflvíkingum og skoraði 24 stig og tók 17 fráköst. Einnig var Mindaugas Kacinas mjög góður en hann kom til liðsins nýlega.

Keflavík-Grindavík 88-77 (21-22, 21-24, 28-18, 18-13).

Keflavík: Michael Craion 24/17 fráköst/5 stoðsendingar/6 varin skot, Mindaugas Kacinas 18/10 fráköst/3 varin skot, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/4 fráköst/6 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 11, Magnús Már Traustason 8/4 fráköst, Reggie Dupree 5, Mantas Mockevicius 3/6 fráköst, Ágúst Orrason 3, Elvar Snær Guðjónsson 0, Andri Þór Tryggvason 0, Sigurður Hólm Brynjarsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0.

Grindavík: Sigtryggur Arnar Björnsson 23, Jordy Kuiper 17/7 fráköst, Lewis Clinch Jr. 15/5 stoðsendingar, Tiegbe Bamba 8/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/7 fráköst, Johann Arni Olafsson 6, Nökkvi Már Nökkvason 1, Jóhann Dagur Bjarnason 0, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024