Karlakórinn
Karlakórinn

Fréttir

Hraunbreiðan orðin sex ferkílómetrar
Myndina tók ljósmyndari VF, Ísak Finnbogason, af hraunbreiðunni frá eldgosinu um páskana.
Fimmtudagur 4. apríl 2024 kl. 10:22

Hraunbreiðan orðin sex ferkílómetrar

Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina heldur áfram og nú eru tveir gígar virkir. Það slokknaði í þriðja gígnum um páskana, en hann var mun minni en hinir tveir. Veðurstofan segir að gosórói sé áfram stöðugur.

Stofnunin greinir frá því að sérfræðingar Landmælinga Íslands hafi unnið úr gervitunglagögnum frá 27. mars sem sýna að hraunbreiðan var þá 5,99 ferkílómetrar og rúmmál hrauns frá upphafi gossins þann 16. mars sé 25,7 ± 1,9 mill-ónir rúmmetra. Meðalflæði hrauns frá gígunum á tímabilinu 20. - 27. mars var metið 7,8 ± 0,7 rúmmetrar á sekúndu en það er mjög sambærilegt við hraunflæðið í fyrsta fasa eldgossins í Geldingadölum 2021.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Landris í Svartsengi hefur ekki mælst síðustu daga sem bendir einkum til þess að kvikan safnist síður fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi en flæði frekar beint út um gosopin. Mögulega er komið á jafnvægi í aðstreymi kviku inn undir Svartsengi og upp úr gígunum, en jarðefnafræðimælingar gætu staðfest það á næstunni.