Karlakórinn
Karlakórinn

Fréttir

Fagnar fríum skólamáltíðum
Föstudagur 5. apríl 2024 kl. 06:07

Fagnar fríum skólamáltíðum

Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Umbótar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, fagnar kjarasamningum og fríum skólamáltíðum og bókaði um málið á bæjarstjórnarfundi 2. apríl.

„Ég tek undir bókun bæjarráðs og fagna þessum kjarasamningum. Reykjanesbær ætlar að taka mið af yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga sem felur í sér að halda aftur af hækkun gjaldskráa. Það sem er sérstaklega ánægjulegt við kjarasamningana er að skólamáltíðir verði gerðar gjaldfrjálsar. Grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls og þar með talið skólamáltíðir. Undirrituð hefur ítrekað lagt fram fyrirspurnir, bókanir og tillögur varðandi gjaldfrjálsan eða niðurgreiddan skólamat fyrir fjölskyldur í Reykjanesbæ. Tillögum mínum hefur verið mætt af áhugaleysi en meirihlutinn hefur ítrekað fellt tillögur mínar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir niður. Hins vegar hefur árangur náðst um systkinaafslátt þegar kemur að þriðja barni og aukin niðurgreiðsla eftir fjölda barna. Með innleiðingu þessara kjarasamninga þarf ég ekki að koma með fleiri tillögur um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Nú verða öll börn jöfn og geta neytt matar í skólun Reykjanesbæjar óháð efnahag foreldra.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024