Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Viðskipti

Sætanýting WOW air 93% í júní
Mánudagur 9. júlí 2018 kl. 13:44

Sætanýting WOW air 93% í júní

WOW air flutti 391 þúsund farþega til og frá landinu í júní eða um 49% fleiri farþega en í júní árið 2017. Þá var sætanýting WOW air 93% í júní í ár en var 86,4% í fyrra. Sætanýtingin jókst þrátt fyrir 44% aukningu á framboðnum sætakílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hefur hlutfall tengifarþega stóraukist en í ár var hlutfallið 58% í júní miðað við 44% á sama tíma í fyrra.
 
Það sem af er ári þá hefur WOW air flutt um 1,6 milljón farþega.

„Það er frábært að sjá hversu vel okkur gengur að fylla vélarnar okkar þrátt fyrir um 30% vöxt á milli ára sem af er ári og sjö nýja áfangastaði," segir Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.
 
WOW air flýgur nú til hátt í fjörutíu áfangastaða í Evrópu, Asíu og Norður Ameríku. Nýlega bættist Indland við leiðarkerfi WOW air en flug til Nýju Delí hefst í desember á þessu ári.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024