Viðskipti

Glæsileg ný herbergi á Hótel Keflavík
Föstudagur 18. maí 2018 kl. 09:12

Glæsileg ný herbergi á Hótel Keflavík

Hótel Keflavík fagnaði í gær 32 ára afmæli hótelsins og 2 ára afmæli Diamond Suites með opnun á sex nýjum og glæsilegum herbergjum í svokallaðri West Wing álmu. 
 
„Herbergin eru öll í hæsta gæðaflokki og er þetta eitt skref í áttina að tengja herbergi Hótel Keflavík meira til samræmis við fimm stjörnu svítur Diamond Suites og auka gæði hótelsins en frekar,“ segir Steinþór Jónsson hótelstjóri og eigandi.
 
„Við erum gríðarlega ánægð með útkomuna og viljum byrja á að þakka öllum þeim sem hafa unnið með okkur síðustu mánuði við framkvæmdirnar,“ segir Steinþór.
 
„Við höfum skýrt markmið að bjóða uppá bestu gistingu sem völ er á og er þetta eitt skref af mörgum til að ná því markmiði. Að auki hefur eldhús hótelsins og veitingastaðurinn okkar verið í algjörri endurnýjum bæði hvað varðar húsnæðið, tæki og húsgögn. Við erum að vona að þeim framkvæmdum ljúki á næstu 2-3 vikum en höfum lent í nokkrum töfum vegna endurnýjunar á eldri lögnum og innviðum eins og nýja tískuorðið hljómar.“ 
 
- Hvað með endalausar greinar síðustu vikur um kólnun í ferðaþjónustunni og nýrri framtíðarsýn? 
„Við höfum átt 32 góð ár í sjálfu sér með gríðarlega mikilli vinnu og yfirlegu. Þekkjum samt hæðir og lægðir mjög vel og vitna þar í góða bók um 7 góð ár og 7 mögur ár. Þessar framkvæmdir núna snúa einmitt að því að stíga út fyrir rammann, með það mikla framboð sem orðið er í gistingu á svæðinu, og leggja áherslu á lúxus gistingu og veitingar. Síðustu fjórar til fimm vikur hafa verið rólegar, sem reyndar hentaði framkvæmdar tímabilinu vel, en júni strax með yfir 90% bókun þannig við horfum bjartsýn á sumarið,“ segir Steinþór að lokum.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ný herbergi á Hótel Keflavík