Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Viðskipti

Draumaland í 31 ár
Föstudagur 7. desember 2018 kl. 11:03

Draumaland í 31 ár

Það má kannski segja að verslunin Draumaland hafi verið draumaverkefni Nönnu en hún hefur rekið þessa verslun í hjarta bæjarins í 31 ár og haft mjög gaman af. Verslunin býður upp á einstaka gjafavöru sem Nanna hefur stundum sjálf flutt inn frá útlöndum en hún fer öðru hvoru til útlanda að leita að spennandi gjafavöru fyrir Draumlandið sitt.
 
Nanna Soffía Jónsdóttir er eigandi Draumalands og tókum við hana tali einn fallegan góðviðrisdag.
 

Gaman að selja gæðavörur

 
„Þetta er búið að vera gaman og gefandi. Maður hittir fullt af fólki í miðbænum. Húsnæðið er mitt eigið sem betur fer en ég ákvað að kaupa það á sínum tíma til þess að tryggja mér staðsetninguna. Ég er með allskonar gjafavöru. Ég fer stundum til útlanda og er dugleg að finna skemmtilega muni. Við erum með Georg Jensen og Rosenthal hérna hjá okkur og það er svo gaman að selja svona flotta og vandaða vöru. Allt svo hnökralaust frá þessum framleiðendum, gæðavara út í gegn. Svo elegant og flott. En ég reyni líka að vera með ódýrari vörur. House Doctor er mjög vinsæl gjafavara, Sia og svo erum við með fallega skrautmuni, kerti og servíettur frá Heklu Íslandi, margt flott frá henni. Ég er einnig að flytja inn sjálf alveg æðisleg ilmkerti frá Ameríku, svo guðdómleg kerti, hef aldrei kynnst annarri eins gæðavöru. Þau heita Voluspa og eru mjög vinsæl. Svo erum við með falleg og vönduð sængurföt, rúmteppi og handklæði. Ekki má gleyma að minnast á barnahornið okkar en þar bjóðum við upp á falleg vöggusett, íslenska hönnun frá Blómkolli og svo hef ég sjálf látið framleiða vöggusett sem eru mjög vinsæl,“ segir Nanna.
 

Blómaverslun einnig

 
Fersk afskorin blóm eru einnig seld í Draumalandi. 
„Já við erum stór í lifandi blómum. Hér útbúum við kransa fyrir jarðarfarir og fleira. Það er heilmikið að gera í blómunum hjá okkur. Við finnum alveg fyrir jólaverslun strax í október þegar sumir byrja að undirbúa jólin tímanlega en aðaltíminn er auðvitað núna og í desember. Þorláksmessa er engu lík og stemningin þá er frábær hérna niðri í bæ, allir svo glaðir og nóg að gera hjá öllum,“ segir Nanna brosandi.

  
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024