Sunnudagur 13. janúar 2019 kl. 14:57

Mikið stuð á Þorrablóti Keflavíkur - video

Tæplega 700 manns skemmtu sér konunglega á Þorrablóti Keflavíkur sem fram fór í Íþróttahúsi Keflavíkur, Blue höllinni.
 
Dagskráin var að venju fjölbreytt og skemmtileg þar sem annál Keflavíkur 2018 bar hæst en Sóli Hólm stóð sig vel sem kynnir kvöldsins. Páll Óskar var óvænt atriði en söngvarinn gerði allt vitlaust í salnum þegar hann tók góða syrpu af sínum bestu lögum. Ingó veðurguð tók brekkusöng og fékk góðar undirtektir gesta en punktinn yfir setti svo Sverrir Bergmann og hljómsveit léku fyrir dansi og í hópinn bættist söngkona Ragnhildur Gísladóttir.
 
Páll Ketilsson og Hilmar Bragi Bárðarson ræddu við þá Kristján Jóhannsson, framkvæmdastjóra blótsins og Örn Garðarsson, matreiðslumann en einnig við Karl Hermannsson, fyrrverandi gullaldarknattspyrnumann í stuttu innslagi sem sýnt var beint á Facebook síðu Víkurfrétta.