Laugardagur 5. maí 2018 kl. 15:30

Enn stækkar flugstöðin

Uppbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli miðar vel. Undanfarin misseri hefur öll aðstaða fyrir farþega verið bætt en á sama tíma hefur umferð um flugvöllinn vaxið mikið. 
 
Í síðasta þætti Suðurnesjamagasíns Víkurfrétta sögðum við frá hluta þeirrar uppbyggingar sem hefur verið á Keflavíkurflugvelli að undanförnu. 
 
Henni er hverrgi lokið því í öðrum áfanga uppbyggingaráætlunar er áformað að bjóða út innan tveggja ára framkvæmdir við farþegaafgreiðslu í nýrri byggingu, sem rísa mun norðan við núverandi flugstöð og sömuleiðis nýrri komu- og brottfararálmu austur af henni. 
 
Áætlað er að byggingarnar verði teknar í notkun í áföngum á árunum 2023–2025. Við hittum Guðmund Daða Rúnarsson, framkvæmdastjóra tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar í síbreytilegri flugstöð Leifs Eiríkssonar.