Fimmtudagur 14. mars 2024 kl. 20:22

Lífsreynslusaga, Djöflaeyjan og tryggingavernd í Suðurnesjamagasíni

Það er áhugaverður þáttur af Suðurnesjamagasíni í þessari viku.

Ingibjörg Þórdísar- og Ólafsdóttir segir lífsreynslusögu sína en hún missti hægri handlegg í alvarlegu vinnuslysi í Sandgerði árið 1977.

Við förum á æfingu á Djöflaeyjunni hjá Leikfélagi Keflavíkur og ræðum við leikara og leikstjóra.

Þá tökum við hús á saltfiskvinnslu Vísis hf. í Helguvík. Fyrirtækið getur ekki hafið starfsemi í Grindavík fyrr en svokölluð tryggingavernd verður til staðar fyrir fiskvinnslufyrirtæki í bæjarfélaginu.

Suðurnesjamagasín er í spilaranum hér að ofan.