Mannlíf

Útkall á sunnudag helgað Grindvíkingum og Eyjamönnum
Föstudagur 23. febrúar 2024 kl. 15:56

Útkall á sunnudag helgað Grindvíkingum og Eyjamönnum

Nýjasti Útkallsþátturinn á visir.is, sem er öllum aðgengilegur, verður helgaður Grindvíkingum og Vestmannaeyingum. Annars vegar hetjuleg björgun fyrir utan  Grindavík þegar 12 skiprotsmönnum af Gjafari frá Vestmannaeyjum var bjargað aðframkomnum á land eftir að báturinn strandaði þar í  foráttubrimi. Einnig verður sagt frá annarri björgun mánuði fyrr -  þegar sami bátur flutti 440 manns til Þorlákshafnar í einni ferð þegar eldgosið hófst á Heimaey 1973.

Óttar Sveinsson ræðir við Guðjón Rögnvaldsson, vélstjóra á Gjafari og Ragnheiði Einarsdóttur, eiginkonu hans. Í þættinum verða tilfinningaríkir endurfundir þegar Margeir Jónsson, einn björgunarmannanna úr Grindavík, kemur óvænt og heilsar upp á þau hjónin. Þar ná þau að þakka fyrir lífgjöf Guðjóns.

Þátturinn verður frumsýndur á sunnudag en annars eru allir Útkallsþættirnir hér: 
https://www.visir.is/sjonvarp/s/428/utkall

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024