Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Nafli alheimsins og snjóléttasti bær á Íslandi
Sunnudagur 17. febrúar 2019 kl. 08:00

Nafli alheimsins og snjóléttasti bær á Íslandi

Hvað er best við það að búa í Grindavík?

Hvað er best við það að búa í Grindavík, spurðu Víkurfréttir á ferðinni í Grindavík. Hér koma svör frá fjórum íbúum.

Public deli
Public deli

Sirrý: „Þetta er lítill bær, mér finnst það gott en ég verð alveg vitlaus þegar ég fer til Reykjavíkur út af traffíkinni þar. Það var gott að ala upp börnin sín hér því hér voru þau frjáls og eru enn. Það er algjörlega góð stemning hérna. Einu sinni þekkti maður alla hér með nafni en nú er fullt af nýju fólki.“



Sigurður A. Kristmundsson:

„Gott fólk hérna og kraftmikið. Stutt í allt það nauðsynlegasta. Stutt til Reykjavíkur. Stutt í flug. Flott íþróttalíf. Geðveikt flottir skólar fyrir börnin mín. Svakalega gott atvinnulíf. Fínt að vera með hunda hérna, stutt að labba með þá út í náttúruna.“



Sigurður Ólafsson:

„Þetta er nafli alheimsins. Snjóléttasti bær á Íslandi. Besta veðrið á Íslandi. Bara gott fólk sem býr hérna.“



Sólveig Guðbjartsdóttir:

„Ef maður er fæddur og uppalin hér þá er það best að búa hér. Bærinn hefur stækkað mikið á stuttum tíma. Fólkið og náttúran. Stutt í allt.“