Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Listamaður í beinni og leiðsögn í Hjartastað
Föstudagur 9. mars 2018 kl. 11:12

Listamaður í beinni og leiðsögn í Hjartastað

Tveir skemmtilegir viðburðir verða í listasal Duus Safnahúsa á sunnudag kl. 15 sem enginn listáhugamaður ætti að láta framhjá sér fara. 
 
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur verður með leiðsögn um sýninguna Hjartastaður sem sett var upp í tilefni 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þar gefur að líta einstakt úrval málverka af Þingvöllum eftir marga helstu myndlistarmenn Íslands á 20. öld en verkin eru öll í eigu safnarans Sverris Kristinssonar. Hvernig hlutu Þingvellir þann sess sem þeir skipa í hjörtum okkar Íslendinga og hefur myndlistin haft þar áhrif á eða hvað? Þeir sem ekki hafa heyrt í Aðalsteini ættu að grípa tækifærið því hann er margfróður og mjög skemmtilegur á að hlýða.
 
Á sunnudaginn fer einnig fram einstakur listviðburður í listasal þegar portrett málarinn Stephen Lárus Stephen málar portrett af lifandi módeli á staðnum og eru allir velkomnir að fylgjast með. 
 
Stephen, sem er sonur myndlistarkonunnar góðkunnu Karólínu Lárusdóttur, sýndi í Listasafninu árið 2014 ásamt nafna sínum Stefáni Boulter þar sem þeir tefldu saman mannamyndum á sýningunni Mannlegar víddir. Gjörningur Stephens verður í gangi á meðan á leiðsögn Aðalsteins stendur og því geta gestir slegið tvær flugur í einu höggi á sunnudag.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024