Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Krakkarnir duglegir í vinnuskólanum
Mánudagur 6. ágúst 2018 kl. 07:00

Krakkarnir duglegir í vinnuskólanum

Aníta Lind Róbertsdóttir Fisher, yfirflokkstjóri hjá vinnuskóla Reykjanesbæjar segir okkur hér hvernig krakkarnir eru búnir að standa sig í sumar.

 

Public deli
Public deli

Hvernig er sumarið búið að ganga?
Sumarið hefur gengið mjög vel, þrátt fyrir leiðinlegt veður. Nemendurnir leyfa veðrinu ekki að hafa áhrif á sig og standa þau sig öll frábærlega. Einnig er vinnuskólinn mjög heppin með flokkstjóra í ár og eiga þau öll mikið hrós skilið fyrir vinnusemi og jákvæðni.

Hvernig standa krakkarnir sig?
Krakkarnir standa sig mjög vel, andinn virðist vera góður í öllum hverfum og þau í sameiningu ná að gera gott út sumrinu þrátt fyrir veðrið. Þau standa sig öll frábærlega og eiga þau öll hrós skilið fyrir vel unnin verk.
Ég mæli með því að fylgjast með fyrir og eftir myndum af verkum þeirra inn á Facebook- síðunni okkar. Facebook- síðan er undir nafninu Vinnuskóli Reykjanesbæjar.

Hvernig er að vinna í þessu veðri?
Það getur tekið á þolinmæðina, en eins og má sjá á fyrir og eftir myndunum þá leyfa hvorki nemendurnir né flokkstjórarnir veðrinu að koma niður á verkefnunum. Það er í raun ótrúlegt hvað bæði nemendur og flokkstjórar hafa staðið sig vel þrátt fyrir veðrið.

Voru krakkarnir sáttir?
Krakkarnir verða að sjálfsögðu leið á rigningunni og kuldanum, en það sem huggar þau eru góðir flokkstjórar og pizzuveislan á langbest sem er tvisvar sinnum á hvoru tímabili fyrir duglegasta hópinn.