Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Jólatónleikar Vox Felix ásamt Jóni Jónssyni í Stapa
Mánudagur 15. október 2018 kl. 09:16

Jólatónleikar Vox Felix ásamt Jóni Jónssyni í Stapa

Árlegir tónleikar Vox Felix verða með stærra sniði þetta árið. Tónleikarnir verða í Hljómahöll, þriðjudaginn 4.desember kl. 20:00. Með Vox Felix verður fullskipuð hljómsveit auk þess sem kórinn fær til sín jólagest, sem er enginn annar en tónlistarmaðurinn Jón Jónsson.
 
Vox Felix lofar auðvitað stuði og stemningu og lagalistinn er með fjölbreyttu sniði. Þar er að finna gömul góð jólalög í bland við ný og öll auðvitað útsett af stjórnanda kórsins, Arnóri Vilbergssyni.
 
Eins og fyrri ár lætur kórinn gott af sér leiða og renna 500 kr. af hverjum seldum miða til samtakanna „Lítil hjörtu“. Samtökin hafa það að markmiði að gleðja börn í efnalitlum fjölskyldum á jólum og öðrum tyllidögum. 
 
Aðeins verður um þessa einu tónleika að ræða svo endilega tryggið ykkur miða sem fyrst.
 
Um Vox Felix
 
Hópurinn samanstendur af einstaklingum á aldrinum 16 til 35 ára. Nafnið Vox Felix þýðir í raun Hamingjuraddirnar og var kórinn stofnaður árið 2011. Kórinn er samstarfsverkefni kirkjusóknanna á Suðurnesjum og kemur fram við athafnir a.m.k. einu sinni á ári í hverri kirkju.
 
Þess á milli tekur hópurinn þátt í margskonar verkefnum en haustið 2017 tók hópurinn t.d. þátt í þáttaröðinni Kórar Íslands þar sem 20 íslenskir kórar öttu kappi. Þar lentu þau í 3. sæti. 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024