Mannlíf

Hræðist mest framtíðina og rússíbana
Sunnudagur 22. apríl 2018 kl. 06:00

Hræðist mest framtíðina og rússíbana

FS-ingur vikunnar er Gunnar Guðbrandsson, hann hefur meðal annars áhuga á íþróttum og kvikmyndum og hann getur ekki valið sér uppáhalds kennarann sinn.

FS-ingur: Gunnar Guðbrandsson

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Á hvaða braut ertu? Ég er á raunvísindabraut.

Hvaðan ertu og aldur. Ég er úr Keflavík og er 19 ára gamall.

Helsti kostur FS? Góð aðstaða og frábært starfsfólk.

Hver eru þín áhugamál? Íþróttir, kvikmyndir, tónlist og stóru spurningarnar.

Hvað hræðist þú mest? Framtíðina og rússíbana.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Mér finnst Einar Guðbrandsson rosalega líklegur, drengurinn er fáranlega gáfaður!

Hver er fyndnastur í skólanum? Sigrún Birta lætur mann alltaf fara að hlæja.

Hvaða mynd sástu seinast í bíó? Ég sá myndina Tomb Raider um daginn.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Ferskari mat.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er þolinmóður.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Koma aftur með stoðið.

Hvað heillar þig mest í fari fólks? Húmor og hreinskilni.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Bara ágætt.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Stefni á lækninn núna en allt getur breyst.

Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum? Rólegt og notalegt bæjarfélag.

Hvað myndir þú kaupa þér ef þúsund kall? Ice cream sandwiches frá Ben & Jerry.

Eftirlætis-
Kennari: Guð, svo margir góðir persónuleikar að ég get ekki valið.
Mottó: If something‘s hard to do, then it‘s not worth doing - Homer.
Sjónvarpsþættir: Friends, Simpsons, South Park og Rick and Morty.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Fleetwood Mac og Sam Cooke.
Leikari: Leonardo DiCaprio.
Hlutur: iPadinn minn.