Mannlíf

Bókakonfekt barnanna
Þriðjudagur 21. nóvember 2017 kl. 14:11

Bókakonfekt barnanna

 Föstudaginn 1. desember klukkan 17.00 verður Bókakonfekt barnanna í Bókasafni Reykjanesbæjar.

Barnakór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar kemur fram undir stjórn Birtu Rósar Sigurjónsdóttur við undirleik Jónínu Einarsdóttur. Kórinn syngur nokkur skemmtileg lög fyrir börn og foreldra áður en rithöfundar lesa upp úr bókum sínum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Gunnar Helgason les upp úr bókinni Amma best, Mamma klikk og Pabbi prófessor slógu rækilega í gegn og fyrir fyrri bókina hlaut höfundur meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka auk þess sem báðar bækurnar hlutu Bókaverðlaun barnanna.

Kristín Ragna Gunnarsdóttir les upp úr bókinni Úlfur og Edda: Drekaaugun en hún er framhald bókarinnar Úlfur og Edda: Dýrgripurinn. Sú bók var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2017.

Boðið verður upp á kakó og piparkökur. Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.