15. maí 06:00
Bein leið best í körfubolta

Bein leið sigraði í körfuboltakeppni framboðanna í Reykjanesbæ en framboðin átta sendu öll lið til keppninnar sem Framsóknarmenn í bæjarfélaginu höfðu efnt til.

Keppt var í Íþróttahúsi Keflavíkur, TM höllinni sl. laugardagsmorgun en upphaflega stóð til að keppa utan dyra við Holtaskóla. Vegna rigningar og bleytu á vellinum var keppnin færð inn í hús. Er óhætt að segja að hún hafi tekist mjög vel. Góð stemmning var á meðan hún stóð yfir og svo fór að lið Beinar leiðar fór með sigur af hólmi en liðið vann alla leikina. Sjálfstæðismenn urðu í 2. sæti og 3. sæti urðu Framsóknarflokkurinn.