Íþróttir

Verslunin Vogar styrkir meistaraflokk Þróttar
Fimmtudagur 17. janúar 2019 kl. 12:07

Verslunin Vogar styrkir meistaraflokk Þróttar

- kótilettur, fiskur og kjúklingur meðal vinsælla rétta í Vogum

Frá því að verslunin Vogar fór að bjóða uppá heitar máltíðir í hádeginu árið 2017 „hefur þjónustan slegið í gegn, vinnustaðir og bæjarbúar hafa tekið okkur opnum örmum. Þetta hefur gengið eins og í sögu. Ég er mjög þakklát fyrir mótttökurnar,“ segir Ellen Lind Ísaksdóttir hjá verslunni Vogum en kótilettur, fiskur og kjúklingur eru meðal vinsælla rétta í Vogum.
 
„Verslunin Vogar ætlar að hjálpa okkur í því að bæta umgjörðina í kringum liðið. Það verður pasta og önnur holl næring á boðstólnum daginn fyrir leik í boði þeirra og fyrir þetta einstaka framtak erum við gríðarlega þakklátir,“ segir Haukur Harðarson formaður knattspyrnudeildar Þróttar í Vogum.
 
„Meistaraflokkur Þróttar hafa staðið sig frábærlega síðustu árin og hefur farið upp um tvær deildir á skömmum tíma. Við vorum síðasta bæjarfélagið á Suðurnesjum til að vera með meistaraflokk í hópíþróttum og það þurfa allir að taka þátt í sínu nærumhverfi og hjálpa til við uppbygginguna. Þetta er okkar leið til þess,“ segir Ellen Lind hjá versluninni Vogum að endingu.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024