Íþróttir

Vann til verðlauna í breiki og samkvæmisdönsum
Sunnudagur 18. febrúar 2018 kl. 06:00

Vann til verðlauna í breiki og samkvæmisdönsum

Alexander Veigar Þórarinsson leikur með meistaraflokki Grindavíkur í knattspyrnu í Pepsi-deild karla, Grindvíkingar komu þeim spekingum sem höfðu spáð þeim falli í deildinni heldur betur á óvart og var markakóngur sumarsins meðal annars liðsmaður þeirra. Alexander kennir fyrsta bekk í Hópsskóla í Grindavík og hefur meðal annars komist á verðlaunapall í breikdansi. Víkurfréttir fengu Alexander í smá sportspjall.

Fullt nafn: Alexander Veigar Þórarinsson.
Íþrótt: Knattspyrna.
Félag: Ungmennafélag Grindavíkur.
Hjúskaparstaða: Í sambúð.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Í kringum 5 ára aldurinn.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Gulli Hreins.
Hvað er framundan? Koma rúmlega 60 börnum í gegnum 1. bekk og spennandi fótboltasumar.
Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Þegar ég lagði upp fyrsta meistaraflokksmark Nemanja Latinovic.

Uppáhalds:
Leikari: Sam Rockwell.
Bíómynd: Nýjasta mynd Tarantino hverju sinni.
Bók: Íslensk knattspyrna 2016.
Alþingismaður: Páll Valur Björnsson hefur yfirburði þar, Kata kemst næst honum.
Staður á Íslandi: Staðarvör 8 er í miklu uppáhaldi og svo ber ég mikinn hlýhug til Vestfjarða.

Hvað vitum við ekki um þig? Á mínum yngri árum nældi ég mér í 3. sætið á Íslandsmóti í breik dansi sem og í samkvæmisdönsum.
Hvernig æfir þú til að ná árangri? Æfi aukalega eins mikið og ég mögulega get.
Hver eru helstu markmið þín? Að koma Grindavík í fremstu röð á ný
Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Þegar ég spilaði með BÍ/Bolungarvík mættu leikmenn í misjöfnu ástandi á mánudagsæfingu eftir Verslunarmannahelgi. Einn af mínum bestu liðsfélögum á ferlinum, Bjarki Pétursson, var áberandi ferskur. Jöri (Jakabólið) þjálfari ákvað því að ávarpa hann yfir hópinn til að spyrjast fyrir um áðurnefndan ferskleika. Bjarki var með svar á reiðum höndum "Ég held að báturinn sem ég fékk á Subway áðan hafi farið eitthvað illa í mig".
Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Hlusta á þjálfarann og leggja á sig mikla vinnu.