Íþróttir

Strandarhlaup Þróttar lagt niður
Miðvikudagur 23. janúar 2019 kl. 10:59

Strandarhlaup Þróttar lagt niður

Stjórn Uungmennafélagsins Þróttar í Vogum hefur tekið þá ákvörðun að leggja niður árlegt Strandarhlaup Þróttar.
 
Ástæðurnar eru nokkrar, segir i tilkynningu frá félaginu. Þrótti hefur ekki tekist að ná sínum markmiðum í fjölda þátttakenda og veruleg fækkun varð á síðasta ári frá árinu áður. Af þeim sökum var hlaupið rekið með tapi á siðasta ári.
 
„Við þökkum öllum styrktaraðilum, sjálfboðaliðum og hlaupurum sem tóku þátt í þessu ævintýri með okkur og minnum ykkur á að hlaupaleiðirnir í Strandarhlaupinu fara ekki frá okkur, það eru allir velkomnir til að hlaupa í fallegu umhverfi,“ segir í tilkynningunni sem undirrituð er af stjórn UMFÞ.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024