Public deli
Public deli

Íþróttir

Stjarnan knúði fram oddaleik gegn Keflavík
Deildarmeisturum Keflavíkur mistókst að klára einvígið við Stjörnuna í gær. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 10. maí 2024 kl. 08:40

Stjarnan knúði fram oddaleik gegn Keflavík

Keflvíkingar gátu tryggt sér farseðilinn í úrslitaleikinn gegn Njarðvík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í gær en tap fyrir baráttuglöðum Stjörnukonum varð til þess að einvígið fer í oddaleik.

Stjörnukonur lögðu allt í sölurnar og uppskáru eftir því en deildarmeistarar Keflavíkur voru ekki nálægt því að sýna sitt rétta andlit.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Stjarnan - Keflavík 73:68

(30:19 | 12:23 | 23:20 | 21:17)

Stjarnan byrjaði af miklum krafti og náði ellefu stiga forskoti í fyrsta leikhluta (30:19) en Keflvíkingar áttu góða endurkomu í öðrum leikhluta og þegar gengið var til hálfleiks var staðan orðin jöfn (42:42).

Seinni hálfleikur var ekki jafn sveiflukenndur og sá fyrri en áfram börðust Stjörnukonur og höfðu þriggja stiga forystu þegar fjórði leikhluti fór af stað (65:62). Þær gerðu svo út um leikinn með því að auka forystuna og lauk leiknum með sjö stiga sigri Stjörnunnar sem mætir því Keflavík í Blue-höllinni næstkomandi mánudag til að útkljá einvígið.

Stig Keflavíkur: Daniela Wallen 24 stig, Thelma Dís Ágústsdóttir 15 stig, Sara Rún Hinriksdóttir 13 stig, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12 stig, Elisa Pinzan 7 stig, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 6 stig og Anna Ingunn Svansdóttir 2 stig.