Íþróttir

Skíðabræður stóðu sig vel á Andrésar Andar leikunum
Mánudagur 21. maí 2018 kl. 06:00

Skíðabræður stóðu sig vel á Andrésar Andar leikunum

Bræðurnir Snorri Rafn William Davíðsson og Ingi Rafn William Davíðsson unnu báðir til verðlauna á Andrésar Andar leikunum á skíðum sem haldnir voru á Akureyri 18.–21. apríl síðastliðinn.  Allir bestu skíðakrakkar landsins á aldrinum 6–15 ára taka þátt en leikarnir voru nú haldnir í 43. skipti.
Snorri Rafn, 10 ára, var að taka þátt á Andrésar Andar leikunum í fimmta skiptið og hefur hann unnið samtals til sjö verðlauna á leikunum. Í þetta skiptið náði hann í verðlaun í svigi en þar endaði hann í sjötta sæti eftir að hafa bætt tímann sinn í seinni ferð. Mikil þoka og mjúkt skíðafæri einkenndi svigkeppnina og aðstæður því mjög krefjandi.

Ingi Rafn, 7 ára, tók þátt í annað skiptið á Andrésar Andar leikunum en hann var í sjötta sæti í stórsvigi og náði þar í sín önnur verðlaun á leikunum en gefin eru verðlaun fyrir átta efstu sætin vegna mikils fjölda keppenda. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024