Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Ný og glæsileg Bardagahöll Reykjanesbæjar
Mánudagur 17. september 2018 kl. 10:01

Ný og glæsileg Bardagahöll Reykjanesbæjar

Taekwondo-deild Keflavíkur, júdódeild Njarðvíkur og Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar undir sama þak.

Taekwondo-deild Keflavíkur blés til opnunarhátíðar um liðna helgi og tók nýja og stórglæsilega aðstöðu á Smiðjuvöllum í Reykjanesbæ í notkun. Við það tækifæri endurnýjaði Íþróttasamband Íslands viðurkenningu deildarinnar sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

Ólympíumeistari með æfingabúðir

Public deli
Public deli

Ólympíumeistarinn og núverandi bronsverðlaunahafi, Dongmin Cha frá Kóreu, var með ókeypis æfingabúðir sem voru opnar öllum iðkendum í taekwondo á Íslandi. Æfingabúðirnar voru hluti af opnunarhátíð Bardagahallarinnar og vel sóttar – enda ekki á hverjum degi sem færi gefst á að æfa undir stjórn einhvers sem hefur sigrað á Ólympíuleikum.

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Jón Oddur Guðmundsson, formaður deildarinnar, hélt stutta tölu og bauð gesti velkomna, Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, óskaði deildinni til hamingju með nýju aðstöðuna og fór í stuttu máli yfir sögu taekwondo hjá Keflavík. Þá færði Þráinn Hafsteinsson, formaður þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, deildinni viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, en taekwondo-deild Keflavíkur hefur verið Fyrirmyndarfélag síðan árið 2004 og leggur mikinn metnað í að vinna eftir þeim kröfum sem gerðar eru til slíkra félaga.



Aukin tækifæri fyrir Taekwondo

Helgi Rafn Guðmundsson, yfirþjálfari taekwondo-deilar Keflavíkur, segir ný aðstaða breyta miklu fyrir vöxt deildarinnar. „Þetta er um tvöföld stækkun. Það var mikill áhugi á nýja húsnæðinu og viðburðunum um helgina, margir nýir komu að skoða og margir sem hafa æft áður hafa kíkt í heimsókn. Iðkendum hefur fjölgað og allir barnahópar eru nú fullir og komnir biðlistar, það eru nokkur pláss eftir í fullorðinshópana og kickbox.
Það er gífurlega margt fólk og mörg fyrirtæki búin að koma að þessari opnun og opnunarhátíð. Við kunnum þeim miklar þakkir“.
 

Allsherjar aðstaða fyrir bardagaíþróttir

Með tilkomu nýju Bardagahallarinnar sameinast nú allar bardagaíþróttadeildir og -félög Reykjanesbæjar undir sama þak. Taekwondo-deildin hefur hafið æfingar og undanfarið hafa sjálfboðaliðar unnir hörðum höndum við að standsetja húsnæði júdódeildarinnar og mun hún hefja æfingar samkvæmt stundarskrá þann 17. september n.k., þá eru flutningar Hnefaleikafélagsins í vinnslu.

Fjölmargar bardagaíþróttir eru kenndar hjá þessum félögum en allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðum deildanna.

Barist með börnum

Á laugardaginn komu átta af bestu glímukennurum Íslands í Bardagahöllina í Reykjanesbæ til að kenna brasilískt jiu jitsu eða BJJ.
Kennslan fór fram í átta klukkutíma og gáfu allir þjálfarar vinnu sína og námskeiðsgjöldin renna óskipt til Barnaspítala hringsins. Fjölmargir sóttu námskeiðið sem var skipulagt af Birni Lúkasi Haraldssyni, bardagakappa úr Grindavík, og Guðmundi Stefáni Gunnarssyni, þjálfara júdódeildar Njarðvíkur.

Þráinn Hafsteinsson, formaður þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, færði deildinni viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Jón Oddur Guðmundsson, formaður deildarinnar tók við henni.