Public deli
Public deli

Íþróttir

Njarðvíkingar með bakið upp að veggnum
Dwayne Lautier-Ogunleye var stigahæstu hjá Njarðvík í gær. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 8. maí 2024 kl. 08:40

Njarðvíkingar með bakið upp að veggnum

Njarðvíkingar töpuðu fyrir Val í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Hlíðarenda í gær. Njarðvík tók forystu í einvíginu með því að vinna fyrsta leikinn en nú hafa Valsmenn unnuð tvo í röð og Njarðvíkingar því komnir með bakið upp að veggnum og þurfa tvo sigra til að tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn.

Valur - Njarðvík 68:67

Það var hart tekist á í leik liðanna og ljóst frá byrjun að hvorugt liðanna ætlaði að gefa tommu eftir. Njarðvíkingar leiddu eftir fyrsta leikhluta (17:22) en Valsarar sneru dæminu við í öðrum leikhluta og leiddu með tveimur stigum í hálfleik (40:38).

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Valur jók forystuna í þriðja leikhluta en vörn Vals var þétt og hélt sóknarleik Njarðvíkinga niðri. Reyndar var vörn beggja liða mjög góð í leiknum en Valur hafði sjö stiga forskot fyrir síðasta leikhluta (60:53).

Vörn Njarðvíkinga hélt Völsurum í skefjum í fjórða leikhluta og tóku að saxa á forskotið. Þegar innan við tvær mínútur voru eftir af leiknum kom Þorvaldur Orri Árnason Njarðvík yfir (63:64) og æsispennandi lokakafli eftir.

Þegar rúmar tuttugu sekúndur voru til leiksloka og staðan jöfn (66:66) fékk Þorvaldur Orri tvö vítaköst. Hann hitti úr því fyrra en ekki seinna skotinu, Njarðvíkingar því með yfirhöndina og lítið eftir.

Þegar tuttugu sekúndur voru eftir braut Mario Matasovic á Kristni Pálssyni sem steig á vítalínuna. Kristni brást ekki bogalistinn og setti bæði vítaköstin niður til að tryggja Val sigurinn í hörkuspennandi viðureign.


Stig Njarðvíkur: Dwayne Lautier-Ogunleye 14 stig, Chaz Williams 13 stig, Dominykas Milka 13 stig, Veigar Páll Alexandersson 8 stig, Mario Matasovic 7 stig, Þorvaldur Orri Árnason 7 stig, MAciej Baginski 3 stig og Elías Pálsson 2 stig.