Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Keflavík vann nauman sigur á botnliðinu
Brittany Dinkins skoraði 26 stig fyrir Keflavík.
Mánudagur 11. febrúar 2019 kl. 09:38

Keflavík vann nauman sigur á botnliðinu

Keflavík vann nauman sigur á Blikastúlkum í Domino’s deildinni í körfubolta sl. laugardag og eru á toppi deildarinnar með KR en liðið þykir ekki hafa leikið sannfærandi að undanförnum.

Leikurinn gegn Breiðabliki var æsispennandi og Keflavíkurstúlkur þurftu að hafa mikið fyrir því að vinna botnlið Blika. Heimastúlkur leiddu eftir fyrsta leikhluta en Keflavík komst inn í leikinn og voru 3 stigum yfir í hálfleik. Bítlabæjarstúlkurnar voru síðan sterkari á lokasprettinum og tryggðu sér mikilvægan sigur. Það hefur farið minna fyrir Brittany Dinkins í síðustu leikjum Keflavíkur en hins vegar hefur Birna Valgerður Benonýsdóttir komið sterk inn og skorað mikið í síðustu tveimur leikjum eftir að hafa komið inn á af bekknum. Birna skoraði 20 stig en Brittany var með 26.

Keflavík og KR eru efst með 30 stig en Valur er í 3. sæti með 28 stig og flestir spá liðinu deildarmeistaratitli. Þær hafa unnið síðustu 11 leiki eftir að Helena Sverrisdóttir gekk til liðs við þær.

Public deli
Public deli