Íþróttir

Ingibjörg í landsliðshóp
Föstudagur 13. október 2017 kl. 07:00

Ingibjörg í landsliðshóp

- æfir með Vålerenga í Noregi

Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valin í landsliðshóp í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni HM 2019. Ingibjörg, sem er fyrrum leikmaður Grindavíkur, hefur skipað fastan sess í landsliðinu eftir góða frammistöðu í síðustu leikjum og ekki síst á EM síðastliðið sumar.

Ingibjörg æfir núna með Vålerenga í Noregi eftir gott tímabil með Breiðabliki í sumar, ástæða þess er til að halda sér í góðu formi fyrir leikina sem framundan eru.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ísland spilar gegn Þýskalandi þann 20. október næstkomandi í Wiesbaden og seinni leikur liðsins er gegn Tékklandi þann 24. október og mun leikurinn fara fram í Znojmo.