14. maí 09:56
Grindavík Íslandsmeistari í 10. flokki stúlkna

Grindavík er Íslandsmeistari í 10. flokki stúlkna í körfu eftir sigur á Keflavík, leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni í gær og voru lokatölur leiksins voru 36-53.

Leikurinn byrjaði með þristaveislu hjá Keflavík og leiddu þær fljótt 11-4, Grindavík náði þó að minnka muninn í 11-10 og stóðu leikar þannig eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhlutinn fór betur af stað hjá Keflavík en lið Grindavíkur kom sterkt til baka þegar leið á, en í hálfleik var staðan 21-20, Keflavík í vil.

Grindavík náði yfirtökum á leiknum í þriðja leikhluta en þær settu í fimmta gír og staðan 27-40 eftir hann. Grindavík hélt áfram góðu tempói í fjórða leikhluta og náði að tryggja sér sigurinn.

Grindavík var með 55 fráköst í leiknum, þ.á.m. 21 sóknarfrákast en Keflavík var með 21 og 8 sóknarfráköst. Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir var kjörin maður leiksins en hún skoraði 12 stig, tók 15 fráköst (5sóknarfráköst) og var með bestu skotnýtingu Grindavíkur (46,2% skotnýting utan af velli.

Í liði Grindavíkur var Una Rós Unnarsdóttir með 9 stig, 5 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta og Anna Margrét Lucic Jónsdóttir var með 12 stig, 4 fráköst og $/( í þristum.

Hjá Keflavík voru þær Sara Lind Karlsdóttir og Agnes María Svansdóttir með 8 stig hvor.

Rannveig Jónína, blaðamaður Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir.