Íþróttir

Góður árangur Suðurnesjafólks í Þrekmótaröðinni
Mánudagur 19. febrúar 2018 kl. 11:02

Góður árangur Suðurnesjafólks í Þrekmótaröðinni

Sandgerðingurin og Superform-liðsmaðurinn Þór Ríkharðsson náði 2. sæti í flokki 30-39 ára í einstaklingskeppni Þrekmótaraðarinnar sem fram fór sl. laugardag. Hann varð í 8. sæti yfir alla, eða af 29 keppendum, sem er frábær árangur.

Liðið Super Dreamteam kom, sá og sigraði liðakeppni kvenna í opnum flokki en alls kepptu 38 lið í þessum flokku. Liðið skipa þær Hafdís Ýr Óskarsdóttir, Guðný Petrína Þórðardóttir, Elísa Sveinsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir.
Superform átti 32 einstaklinga sem tóku þátt í þessu móti, alls 8 lið, 1 par og einn einstakling.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í einstaklingskeppni kvenna varð Kristjana Hildur Gunnarsdóttir í 2.sæti í flokki 40-49 ára, ásamt því að ná 2.sæti í heildar skori yfir alla keppendur óháð aldri.
Árdís Lára Gísladóttir vann flokk 50 ára og eldri í einstaklingskeppni kvenna.

Þrekmótaröðin er eitt stærsta þrekmót landsins en keppnin sl. laugardag var sú fyrsta í röðinni. Mótið kallast 4x7 og var haldið í Digranesi, Vikar Sigurjónsson frá líkamsræktarstöðinni Lífsstíl í Keflavík er einn af mótshöldurum Þrekmótaraðarinnar og var hann gríðarlega ánægður með daginn.

Alls skráðu sig 83 lið, 35 pör og 50 einstaklingar, en keppt var í einstaklings-, para- og liðakeppni. Mikill fjöldi Suðurnesjamanna tók þátt og stóðu sig gríðarlega vel, 5 fræknar frá Lífsstíl áttu lið í liðakeppni 39+ og áttu Súperform og Crossfit Suðurnes  nokkur lið í keppni 39 og yngri.

Næsta mót Þrekmótaraðarinnar verður haldið laugardaginn 14.apríl í Digranesi þar sem Crossfitleikar fara fram.

Þór á verðlaunapalli.

Super Dreamteam á verðlaunapalli.