Íþróttir

Góð stemmning í Strandarhlaupi Þróttar í Vogum
Mánudagur 13. ágúst 2018 kl. 10:31

Góð stemmning í Strandarhlaupi Þróttar í Vogum

Fjölmargir hlauparar tóku þátt í Strandarhlaupi Þróttar um síðustu helgi. Þrátt fyrir rok þá var stemmningin góð meðal hlaupara.
Var þetta fjórða árið í röð sem Strandarhlaupið fór fram og hefur það fest sig í sessi. Hlaupið er í gegnum helstu kennileiti Sveitarfélagsins Voga. Ungmennafélagið Þróttur heldur hlaupið og helstu bakhjarlar voru Sveitarfélagið Vogar, Hummel, Tótuflatkökur, Vogabær og Nesbúegg.

Hlaupið fer alltaf fram viku fyrir Reykjavíkurmaraþonið.  Þórólfur Ingi Þórsson sigraði í 10 km. og hljóp á 35:15 og Hrönn Guðmundsdóttir í kvennaflokki en hún hljóp á 43:51 mín.
Í flokkaúrslitum 5 km. hljóp Guðjón H. Björnsson á 22:57 og í kvennaflokki hljóp Harpa Georgsdóttir á 23:59.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024