Íþróttir

Fjögurra marka tap Grindavíkur
Úr leik Grindavíkur og Þór/Ka um síðustu helgi.
Miðvikudagur 9. maí 2018 kl. 21:07

Fjögurra marka tap Grindavíkur

Grindavík mætti Breiðablik í Kópavogi í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld og endaði leikurinn með sigri Breiðabliks 4-0. Leikurinn fór rólega af stað en Breiðablik var þó líklegri aðilinn til að skora fyrsta mark leiksins og sótti talsvert að marki Grindavíkur. Helga Guðrún Kristinsdóttir, leikmaður Grindavíkur fékk að líta gula spjaldið á 22. mínútu eftir brot og  Breiðablik komst yfir 1-0 á 41. mínútu eftir hornspyrnu og leiddu Blikar í hálfleik með einu marki.

Strax í seinni hálfleik eða á 49. mínútu komst Breiðablik í 2-0 forystu og stuttu seinna eða á 56. mínútu skoruðu þær sitt þriðja mark og staðan því orðin 3-0 fyrir heimakonur. Grindavík gerði breytingu á liði sínu á 63. mínútu þegar María Sól Jakobsdóttir kom inn á fyrir Evu Maríu Jónsdóttur. Breiðablik hélt áfram að pressa að marki Grindavíkur og uppskar sitt fjórða mark á 72. mínútu og staðan orðin 4-0. Una Rós Unnarsdóttir kom inn á fyrir Berglindi Ósk Kristjánsdóttur á 77. mínútu og Grindavík gerði síðan sína síðustu skiptingu á 87. mínútu þegar Áslaug Gyða Birgisdóttir kom inn á fyrir Elenu Brynjarsdóttur.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Lokatölur leiksins 4-0 fyrir Breiðablik og Grindavík búið að fá á sig 9 mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu.

Mörk leiksins:
1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('41)
2-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('49)
3-0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('56)
4-0 Agla María Albertsdóttir ('72)