09. maí 07:00
Enski landsliðsþjálfarinn stýrði æfingabúðunum Keflavík Open

Keflavik Open æfingamótið í taekwondo var haldið í TM höllinni um helgina. Á hverju vori stendur taekwondo-deild Keflavíkur fyrir æfingabúðum og æfingamóti sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Í ár fékk deildin til sín einn af reyndust þjálfurum Evrópu, Stephen Jennings, aðalþjálfara enska landsliðins í taekwondo, til að stýra æfingabúðunum. Keflavík Open var gífurleg vel sótt í ár, alls tóku um 120 iðkendur þátt í æfingabúðunum og þar af var um 20 manna hópur frá Skotlandi sem kom sérstaklega til landsins til að taka þátt í æfingabúðunum.

Taekwondo-deild Keflavíkur vill koma til skila sérstökum þökkum til allra styrktaraðilanna mótsins:
Skólamatur
Blue Car rental
Georg V Hannah
K. Steinarsson
Dacoda
M2 Fasteignasala
Kaffitár
VP-Vélaverkstæði
Shuttle Iceland
Taekwondosamband Íslands

Ljósmyndir: Tryggvi Rúnarsson