Fréttir

„Verkföll eru alfarið á ábyrgð atvinnurekanda“
Föstudagur 22. febrúar 2019 kl. 09:46

„Verkföll eru alfarið á ábyrgð atvinnurekanda“

Ályktun Stjórn og trúnaðarráð  Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur sent frá sér ályktun vegna kjaramála. Þar segir:
 
„Stjórn og trúnaðarráð VLFG krefst þess að Samtök atvinnulífsins komi með raunhæft tilboð til launahækkana. Ljóst er að verkafólk lifir ekki af launum sínum og hefur sagt stopp.
 
Ef til verkfalla kemur er það alfarið á ábyrgð atvinnurekanda. Sú krafa að verkafólki geti lifað mannsæmandi lífi af launum sínum er ekki bara eðlileg krafa heldur líka sanngjörn.
 
Samtök atvinnulífsins hafa haft 52 daga í dag síðan samningar félagsins losnuðu til þess að koma með raunhæft tilboð að samningaborðinu, það hafa þau ekki gert.
 
Ef til verkfalla kemur er ekki hægt að benda á verkafólk, einu sökudólgarnir eru atvinnurekendur sem bjóða launahækkanir sem viðheldur fátækt hjá verkafólki. Verkafólk í Grindavík samþykkir ekki lengur að lifa í fátækt“. 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024