Fréttir

Viljum fjölga leikskólaplássum
Föstudagur 25. maí 2018 kl. 13:12

Viljum fjölga leikskólaplássum

- Sigurður Óli, oddviti Framsóknarflokksins í Grindavík

Kosið er til bæjarstjórnar í Grindavík á morgun, laugardaginn 26. maí. Víkurfréttir lögðu tvær spurningar fyrir oddvita allra framboðslista í Grindavík.

Hver eru stærstu kosningamálin í þínu sveitarfélagi fyrir þessar kosningar?

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Stærstu kosningarmálin eru húsnæðisvandi leik og grunnskóla. Ráðast þarf í löngu tímabæra stækkun Hópsskóla og heilsuleikskólans Króks, líkt og starfshópur lagði til árið 2016. Einnig þarf að taka á þeim vanda fólks sem getur ekki keypt sitt eigið húsnæði og hefur engan stað til að búa á.

Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, að þessu sinni?

Helstu málefni Framsóknarflokksins í Grindavík eru að  
fjölga leikskólaplássum svo leikskólar taki við börnum frá 12 mánaða aldri.
Stofna húsnæðissjálfseignarstofnun er byggir almennar leiguíbúðir í Grindavík.
Ráða atvinnu og ferðamálafulltrúa, stækka Hópsskóla, semja við ríkið yfirtöku á rekstri Víðihlíðar og heilsugæslunnar og skilvirkari stjórnsýsla