Karlakórinn
Karlakórinn

Fréttir

Þórkötlu boðnar um 550 fasteignir í Grindavík
Gunnar Már Gunnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Grindavíkur
Föstudagur 5. apríl 2024 kl. 11:01

Þórkötlu boðnar um 550 fasteignir í Grindavík

Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. hafa borist óskir frá um 550 Grindvíkingum um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Úrræði félagsins getur náð til um 900 fasteigna í Grindavík og þ.a.l. hefur Þórkötlu verið boðið að kaupa rúman helming fasteigna einstaklinga í Grindavík. Félagið stefnir að því að hefja kaupin í byrjun apríl. Vinna stendur yfir hjá félaginu, Stafrænu Íslandi og sýslumönnum við undirbúning á uppgreiðslu lána, afléttingu kvaða og nauðsynlega skjalagerð. Í tilkynningu frá félaginu segir að mörgum fyrirspurnum frá Grindvíkingum hefur verið svarað og unnið er að greiningu og flokkun umsókna. Í reglugerð um framkvæmd kaupanna segir að afhendingardagur húsnæðis skuli vera einum til þremur mánuðum eftir undirritun kaupsamninga. Þannig má reikna með að fyrstu eignirnar verði afhentar fasteignafélaginu í byrjun maí. Endanlegur afhendingardagur verður ákveðinn í samráði við seljendur.

Gunnar Már Gunnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Grindavíkur, skrifaði ítarlegan pistil á samfélagsmiðla um páskana þar sem hann veltir upp stöðu mála og spyr spurninga. „Erum við of fljót á okkur í þessum uppkaupum? Það eru ekki sex mánuðir liðnir frá 10. nóvember og við erum komin með um 2/3 þeirra sem falla undir þann rétt að geta nýtt sér uppkaup á húsnæði sínu hafa nú þegar sótt um. Sumir sjá hag í því að gera það þar sem brunabótamat er mun hærra en verðmat á húsnæðinu þeirra. Aðrir eru bara alls ekki í það góðum málum,“ skrifar Gunnar Már og bætir við: „Ég hef engan áhuga á því að flytja frá mínu samfélagi og búa einhversstaðar annarsstaðar en í Grindavík. Það sem við áttum hér saman öll var dýrmætt og flott samfélag af harðduglegu fólki hvort sem er í vinnu eða sjálfboðaliðum. Erum við tilbúin til að tvístra því og reyna að bindast öðru samfélagi þar sem það þarf að skipuleggja alla vinahittinga barnanna með fyrirvara, allir með lykla eða kóða af nýja húsnæðinu sínu þar sem enginn þorir að hafa ólæst lengur og geta treyst á nágrannan að fylgjast með ef þú fórst eitthvað í lengri tíma. Þannig samfélög heilla mig ekki og það að horfa upp á íþróttafélögin okkar leysast upp hægt og hægt eins og litlu og meðalstóru fyrirtækin okkar í Grindavík á meðan ekkert er gert til uppbyggingar er virkilega sárt að horfa upp á.“

Færslu Gunnars Más Gunnarssonar má lesa hér að neðan.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024