12. september 09:43
Sveitarfélagið ráði tvo tómstundafulltrúa
Íþrótta- og tómstundaráð sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis styður þær tillögur sem frístunda og forvarnarfulltrúi lagði fyrir fyrsta fund ráðsins á dögunum. Tilagan felur í sér breytingar á störfum í frítímaþjónustu og snýst um að hafa fagmenntaðann forstöðumann í forystu fyrir félagsmiðstöðvar, félagsstarfi eldri borgara og frístundaskóla fyrir 6-9 ára börn í báðum byggðarkjörnum.
 
„Annað þessara stöðugilda er hugsað í stað stöðugildis frístunda- menningar og lýðheilsufulltrúa Garðs sem lauk stöfum í lok júní mánaðar. Mikilvægt er að fækka ekki stöðugildum á þessu sviði því verkefnin eru ennþá til staðar, heldur setja okkur háleit markmið um að gera frístunda- og forvarnastarfið enn betra og faglegra,“ segir í afgreiðslu íþrótta- og tómstundaráðs.