Fréttir

Startup Tourism í Reykjanesbæ
Ferðamenn á ferð í Keflavík.
Föstudagur 2. nóvember 2018 kl. 14:35

Startup Tourism í Reykjanesbæ

Kynningarfundur um Startup Tourism verður í Reykjanesbæ þriðjudaginn 6. nóvember nk. Starup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Ár hvert eru allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki valin til þátttöku og fá þau tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu. Markmið verkefnsins er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, stuðla að verðmætasköpun og fagmennsku í ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.

➖➖ DAGSKRÁ FUNDARINS ➖➖

-Heklan Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja opnar fundinn.
-Gunnar Kr. Sigurðsson markaðsstjóri Isavia fer yfir markaðssetningu Isavia á Keflavíkurflugvelli og farþegaþróun.
- Icelandic Startups kynnir viðskiptahraðalinn Startup Tourism
- Boðið upp á léttan hádegisverð

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024