Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Slasaðist alvarlega í mótorhjólaslysi
Mánudagur 14. maí 2018 kl. 11:12

Slasaðist alvarlega í mótorhjólaslysi

Mótorhjólaslys varð í gærmorgun á Nesvegi, nærri Húsatóftavelli, golfvelli Grindavíkur þegar maður missti stjórn á hjóli sínu og það hafnaði utan vegar. Hann var fluttur á Landspítalann þar sem kom í ljós að hann er mikið slasaður, þó ekki lífshættulega. Annar aðili sem var í för með hinum fyrrnefnda missti einnig stjórn á sínu mótorhjóli við atvikið þannig að það skall á hliðina, sá slapp með skrekkinn.

Áður hafði orðið árekstur tveggja bifreiða við gatnamót Grænásbrautar og Flugvallabrautar. Ökumaðurinn sem olli árekstrinum með því að virða ekki stöðvunarskyldu játaði ölvunarakstur og handtók lögreglan á Suðurnesjum hann. Þá reyndist hann vera sviptur ökuréttindum. Ökumaður og farþegi hinnar bifreiðarinnar voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Public deli
Public deli

Þá urðu tvö umferðaróhöpp þar sem ökumennirnir létu sig hverfa áður en lögregla kom á vettvang. Annars vegar var um að ræða bílveltu á Vatnsleysustrandarvegi og hins vegar aftanákeyrsla á Reykjanesbraut. Lögregla rannsakar málin.