Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku Isavia við Leifsstöð
Þriðjudagur 17. júlí 2018 kl. 13:25

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku Isavia við Leifsstöð

Samkeppniseftirlitið tók í dag bráðabirgðaákvörðun um að stöðva tímabundið gjaldtöku á ytri rútustæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta kemur fram á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins.
Þar kemur einnig fram að Samkeppniseftirlitinu sé heimilt að taka bráðabirgðaákvörðun, sbr. 3. mgr. 16. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, ef sennilegt þykir að sú háttsemi sem er til athugunar gangi gegn ákvæðum samkeppnislaga.

„Þá telur Samkeppniseftirlitið að bið eftir endanlegri ákvörðun getið skaðað samkeppni. Verði ekkert að gert muni gjaldtaka Isavia á fjarstæðum hafa veruleg skaðleg áhrif á rekstur fyrirtækja sem nýta þurfi fjarstæðin. Þá liggur fyrir að gjöld vegna stæðanna munu að óbreyttu hækka verulega þann 1. september nk., en þá verður svokallaður afsláttur á aðlögunartímabili felldur niður,“ segir í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu.

Public deli
Public deli

Nánar má lesa um ákvörðunina hér.