Karlakórinn
Karlakórinn

Fréttir

Óskar svara hjá bæjarstjóra
Föstudagur 5. apríl 2024 kl. 06:04

Óskar svara hjá bæjarstjóra

„Mér finnst nokkuð sérstakt að bæjarstjóri skuli lýsa sig vanhæfan til frekari vinnu við undirbúing verkefnsins. Það blasir við að bæjarstjóri er ósáttur við þær breytingar sem búið er að samþykkja að verði gerðar á rokksafninu og flutningi bókasafnsins. Ég hefði nú haldið að það teldist ekki vera vanhæfi þó menn væru ósammála,“ segir Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Umbótar, á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ 2. apríl þar sem hún vitnar til flutnings bókasafns Reykjanesbæjar í Hljómhöll.

Í bókuninni segir Margrét jafnframt: „Ég spyr því háttvirtan bæjarstjóra, sem er ráðinn embættismaður, hyggst hann lýsa sig vanhæfan í öðrum málum sem meirihlutinn felur honum að framkvæma og hann er ósammála hugmyndafræðilega?

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Það eitt að vera ósammála er ekki grundvöllur fyrir ráðinn embættismann að lýsa sig vanhæfan. Stundum þarf að taka erfiðar ákvarðanir og þær lúta oftar en ekki að draga úr kostnaði og skera niður útgjöld. Kannski á bæjarstjóri erfitt með að taka erfiðar ákvarðanir og vill komast hjá því að vera bendlaður við ákvarðanatöku sem er erfið, en engu að síður nauðsynleg. En þetta er nú bara hluti af því að vera bæjarstjóri.

Í ljósi framangreinds óskar Umbót eftir því að bæjarstjóri svari eftirfarandi. Hvernig rökstyður bæjarstjóri ákvörðun sína um að hann sé vanhæfur með tilliti til stjórnsýslulaga og sveitarstjórnarlaga? Nú er langt um liðið síðan bæjarstjóri var skólastjóri Tónlistarskólans og ekki er hægt að sjá hvernig það starf lítur að þessari ákvörðun, þannig það er nú varla gild ástæða.

Bæjarstjóri veit nákvæmlega hvers vegna það er nauðsynlegt að færa bókasafnið. Ný staðsetning í húsnæði Hljómahallar er sú besta í stöðunni, auk þess sem hún er mjög miðsvæðis í bæjarfélaginu. Þetta snýst allt um kostnað. Nýtt bókasafn kostar margfalt það sem hér er lagt upp með.“