Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Lionessur styðja við starf Rauða krossins á Suðurnesjum
Frá afhendingu styrksins frá Lionessuklúbbi Suðurnesja til Rauða krossins á Suðurnesjum. F.v.: Eydís Eyjólfsdóttir, Gunnþórunn Gunnarsdóttir og Jóhanna Júlíusdóttir frá Lionessuklúbbi Keflavíkur og Guðjón Herbert Eyjólfsson frá Rauða krossinum á Suðurnesj
Þriðjudagur 18. desember 2018 kl. 06:00

Lionessur styðja við starf Rauða krossins á Suðurnesjum

Lionessuklúbbur Keflavíkur styður veglega við starf Rauða krossins á Suðurnesjum. Lionessur hafa haft aðstöðu undanfarin ár hjá Rauða krossinum til að setja saman jólakransa með sælgætismolum sem síðan hafa verið seldir til fjáröflunar.
Að þessu sinni afhentu Lionessur alls 250.000 krónur til Rauða krossins á Suðurnesjum. Afhendingin á styrknum fór fram í Keflavíkurkirkju en þar skiptu peningarnir hratt um hendur því Rauði krossinn á Suðurnesjum styrkti Velferðarsjóð Suðurnesja um 350.000 krónur.

 

Public deli
Public deli