14. maí 10:35
Keilir kom 280 kg fyrir kattarnef í Kölku
Fyrir hvatningu Katrínar Lilju Hraunfjörð hjá heilsuleikskólanum á Ásbrú var efnt til allsherjarátaks til að hreinsa svæðið á Ásbrú um nýliðna helgi.  
 
Fjölmörg fyrirtæki tóku þátt í þessu átaki. Hluti af starfsfólki Keilis byrjaði sl. föstudagsmorgun og tók svæðið meðfram veginum frá aðalhliði upp að gatnamótunum við Keili og Sporthúsið. Einnig alla stóru lóð Keilis og meðfram Grænásbraut að Top of the Rock.  
 
Tvær kerrur af drasli voru uppskeran og kenndi þar ýmissa grasa. Samtals voru þetta 280 kg. af rusli sem komið var fyrir kattarnef í Kölku.
 
Myndir af átaki Keilisfólksins fylgja fréttinni.