Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Hvernig sæki ég um styrki?
Mánudagur 9. október 2017 kl. 12:00

Hvernig sæki ég um styrki?

- Uppbyggingarsjóður kynntur á hádegisfundi

Uppbyggingarsjóður auglýsir á fimmtudaginn lausa til umsóknar styrki fyrir árið 2018 og verður hann kynntur á opnum fræðslufundi í Krossmóa á morgun, þriðjudaginn 10. október kl. 12 - 13.

Björk Guðjónsdóttir verkefnastjóri Heklunnar mun kynna áherslur sjóðsins og helstu atriði sem hafa þarf í huga við gerð styrkumsókna. Þá mun Fida Abu Libdeh frá geoSilica segja frá reynslu sinni er varðar styrkumsóknir en fyrirtækið hefur hlotið ýmsa styrki á liðnum árum þar á meðal úr Uppbyggingarsjóði.

Umsóknarfrestur Uppbyggingarsjóðs er til 9. nóvember en sjóðurinn hefur tekið í notkun nýtt rafrænt eyðublað sem auðveldar styrkumsóknir til muna.

Skráning er á fundinn en hann er öllum opinn. 
Fundurinn er á 5. hæð í Krossmóa
Public deli
Public deli