Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Ferðalangur losaði sig við hvítt duft í flugstöðinni
Myndin er tekin í vopnaleit í flugstöðinni en tengist ekki fréttinni.
Þriðjudagur 18. desember 2018 kl. 16:25

Ferðalangur losaði sig við hvítt duft í flugstöðinni

Ferðalangur sem var á leið í flug til Alicante nýverið sást losa sig við poka með hvítu dufti í vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglumönnum úr flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum var tilkynnt um málið. Á myndbandi úr upptökuvél í vopnaleitinn sást viðkomandi taka pokann úr tösku sinni og losa sig við hann undir vopnaleitarborðið. Lögregla hafði upp á aðilanum í fríhöfn flugstöðvarinnar og var tekin vettvangsskýrsla af viðkomandi áður en för úr landi var heimiluð.

Þá þurfti lögregla að handtaka karlmann sem hafði ásamt þremur öðrum verið ölvaður og með ólæti í flugstöðinni.  Hafði þeim verið meinað að fara í flug vegna ástands síns og því vildu þeir ekki una. Sá sem handtekinn var lét sýnu verst og sýndi hann af sér ógnandi hegðun. Hann var vistaður á lögreglustöð þar til að af honum rann.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024